2. tbl. 107. árg. 2021

Umræða og fréttir

Reynir setti Læknadaga 2021

Læknar verða að geta haldið við þekkingu sinni, fylgst með tækniframförum og tileinkað sér nýjungar jafnóðum.

„Því má halda fram að grundvöllur gæða kerfisins byggist á stöðugri endurnýjun og viðhaldi þekkingar,“ sagði Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, í ræðu sinni þegar hann setti Læknadaga 2021.

Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélagsins, setti Læknadaga 2021.

Hann sagði mikilvægt að átta sig á hvers vegna aðeins lítill hundraðshluti lækna fullnýti kjarasamningsbundin réttindi til viðhaldsmenntunar. „Er það umgjörðin á vinnustaðnum, álag og mannekla sem er hindrandi, viðhorf yfirmanna eða hafa ákvæði um réttindin dregist aftur úr til dæmis raunkostnaður sem fylgir því að sækja endurmenntunarnámskeið erlendis?“

Yfir 800 læknar voru skráðir til leiks á Læknadögum þetta árið. Þeir fóru fram 18.-22. janúar og voru sendir út rafrænt. Þátttakendur höfðu í kjölfarið mánuð til að horfa á öll erindin.


Jón Magnús Jóhannesson, Þórir Bergsson, Páll Óli Ólason og Unnur Ósk Stefánsdóttir taka kaffihlé frá málþingi um bráðavandamál.


Steinn Jónsson fór yfir kosti og galla skimunar fyrir lungnakrabbameini á málþingi um skimanir í Rímu í Hörpu.

 

Margrét Aðalsteinsdóttir, starfsmaður Fræðslustofnunar lækna, og Sólveig Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Læknafélagsins, tóku á móti fyrirlesurum og svöruðu fyrirspurnum áhorfenda.


Unnur Anna Valdimarsdóttir, Ólafur Þór Ævarsson, Engilbert Sigurðsson og Magnús Haraldsson í kaffipásu frá málþinginu um geðheilsu á tímum COVID-19 á Læknadögum.Þetta vefsvæði byggir á Eplica