12. tbl. 105. árg. 2019

Umræða og fréttir

Bréf til blaðsins. Mikilvægi svefns í þyngdarstjórnun barna

Tíðni ofþyngdar og offitu barna er vaxandi um allan heim.1,2 Samkvæmt nýlegum upplýsingum um þyngd íslenskra barna hafa þau einnig verið að þyngjast og er nú um fjórðungur barna á Íslandi í ofþyngd og 6% þeirra með offitu.3 Börn sem fá offitu í æsku eru líklegri til að þróa með sér sjúkdóma tengda offitu í framtíðinni og er þessi þróun því mikið áhyggjuefni.

Í umræðunni um vandann og hlutverk forvarna til að sporna við þessari þróun er mikilvægt að hugað sé að öllum þeim þáttum sem þekkt er að geti stuðlað að góðri heilsu og æskilegri þyngdarstjórnun.4

Í nýlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kompáss3 þar sem fjallað var um vaxandi ofþyngd og offitu íslenskra barna og rætt var við fagaðila frá Embætti landlæknis, Heilsuvernd skólabarna og Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins, vakti athygli að ekkert var minnst á svefn eða hversu mikilvægur heilbrigður svefn og góðar svefnvenjur eru í þyngdarstjórnun.

Góður nætursvefn er nauðsynlegur. Meðan við sofum vinnur heilinn úr þeim upplýsingum sem safnast yfir daginn og ákveður hvað á að leggja á minnið og hvað ekki og hefur svefn þannig áhrif á getu til að leysa verkefni, aðgerðaminni, tilfinningagreind og félagshegðun.

Ónógur svefn hjá börnum kemur ekki alltaf fram með dæmigerðum einkennum, svo sem þreytu og dagsyfju, en kemur gjarnan frekar fram sem hegðunarvandamál og einkenni geta þannig líkst einkennum sjúkdóma á borð við athyglisbrest og ofvirkni. Þannig eru börn sem sofa lítið eða illa líklegri til að eiga erfiðara með nám, eiga oft erfitt með að einbeita sér og eru einnig líklegri til að líða verr andlega en þau börn sem fá nægan og góðan svefn. Svefn gegnir einnig stóru hlutverki í hormónastjórnun líkamans og stjórnar meðal annars losun vaxtarhormóna sem eru nauðsynleg frumum líkamans til eðlilegrar endurnýjunar og vaxtar. Ónógur svefn getur því haft neikvæð áhrif bæði á líkamlegan og andlegan þroska barna.5-7

Að sofa vel

Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að börn sem ekki fá nægan svefn eru líklegri til að þyngjast og þróa með sér offitu, jafnvel þegar þættir sem geta haft áhrif á offitu, svo sem offita foreldra, tími fyrir framan sjónvarp eða tölvuskjá og hreyfing, hafa verið teknir til greina.8-12 Sem dæmi má nefna breska rannsókn sem fylgdi eftir 8000 börnum frá fæðingu og sýndi fram á að þau þriggja ára börn sem sváfu skemur en 10,5 klukkustundir á nóttu voru 45% líklegri til að vera of þung við 7 ára aldur þegar þau voru borin saman við börn sem sváfu meira en 12 klukkustundir á nóttu.13

Svefn hefur áhrif á losun hormónanna leptin og ghrelin sem stjórna svengd. Hjá börnum sem sofa skemur, eða þar sem svefngæði eru takmörkuð og lítið er um djúpsvefn, eru lægri gildi af leptini, sem veldur seddutilfinningu en hærri gildi af hormóninu ghrelin sem veldur svengdartilfinningu.14,15 Einnig kemur í ljós að börnin verða síður södd af því sem þau borða og að löngun í hitaeiningaríkan og gjarnan óhollan mat verður meiri.16-18

Svefngæði

Léleg svefngæði hafa einnig áhrif á sykur- og fituefnaskipti sem kemur fram í því að börn sem eru í kjörþyngd en hafa léleg svefngæði eru með skert insúlínnæmi, hærri fastandi blóðsykur og óhagstæða samsetningu á blóðfitum þegar þau eru borin saman við jafnaldra í kjörþyngd sem sofa vel.19 Svefngæði og hversu lengi börnin sofa er ekki það eina sem skiptir máli. Einnig skiptir máli hvenær börn fara að sofa og hversu reglulegur svefninn er, því óreglulegar svefnvenjur geta einnig haft neikvæð áhrif á þyngd og þroska barnsins.20 Lengi býr að fyrstu gerð og eru þau börn sem eru með offitu í æsku líklegri til að glíma við offitu á fullorðinsárum og eru líklegri til að þróa með sér hjarta- og æðasjúkdóma.4,12,19

Góður svefn og svefnvenjur hafa þannig jákvæð áhrif bæði á líkamlega og andlega heilsu barna og bætir líðan þeirra og lífsgæði almennt. Leggja þarf áherslu á mikilvægt þess að miðla upplýsingum til foreldra um hlutverk svefns í bæði þroska og þyngdarstjórnun barna og ungmenna og nýta þarf öll tækifæri til að leiðbeina um hvernig má efla góðar svefnvenjur.21

Reglulegur svefn

Má þar nefna mikilvægi þess að halda svefntíma reglulegum jafnt á virkum dögum sem um helgar, halda reglu á matmálstímum og forðast fæðu sem hefur neikvæð áhrif á svefn seinnipart dags, takmarka skjátíma á kvöldin og forðast tölvunotkun og sjónvarpsáhorf í svefnherberginu. Einnig er mikilvægt að ungbarnavernd og aðilar skólaheilsugæslunnar séu meðvitaðir um einkenni svefnsjúkdóma, aðferðir til greiningar og bestu leiðir til að meðhöndla svefnvandamál, til að koma í veg fyrir þau neikvæðu áhrif sem slíkir sjúkdómar hafa á andlegan og líkamlegan þroska þessara barna.22,23

Til að auka líkur á að góður árangur náist er mikilvægt að byrja snemma að kynna börn fyrir góðum lífsstílsvenjum sem stuðla að jákvæðum áhrifum á andlegan þroska og líðan og geta einnig haft jákvæð áhrif þegar kemur að líkamlegum þroska og vexti og dregið úr óæskilegri þyngdaraukningu.24,25

Heimildir

1. Garrido-Miguel M, Cavero-Redondo I, Alvarez-Bueno C, Rodríguez-Artalejo F, Moreno LA, Ruiz JR, et al. Prevalence and Trends of Overweight and Obesity in European Children From 1999 to 2016. A Systematic Review and Meta-analysis. JAMA Pediatr 2019; e192430.
https://doi.org/10.1001/jamapediatrics.2019.2430

PMid:31381031

 
2. Lobsten T, Jackson-Leach R. Child overweight and obesity in the USA: prevalence rates according to IOTF definitions. Int J Ped Obes 2017; 2: 62-4.
https://doi.org/10.1080/17477160601103948

PMid:17763012

 
 
3. Kompás fréttaskýringarþáttur. Íslensk börn hafa aldrei veirð jafn þung 2019. visir.is/g/2019191109670/islensk-born-hafa-aldrei-verid-jafn-thung  
 
4. de Jong E, Stocks T, Visscher T, HiraSing RA, Seidell JC, Renders CM. Association between sleep duration and overweight: the importance of parenting. Int J Obes 2012; 36: 1278-84.
https://doi.org/10.1038/ijo.2012.119

PMid:22825658

 
 
5. O'Brien L. The neurocognitive effects of sleep disruption in children and adolescents. Child Adolesc Psychiatr Cin N Am 2009; 18: 813-23.
https://doi.org/10.1016/j.chc.2009.04.008

PMid:19836689

 
 
6. Chervin RD, Dillon JE, Basetti C, Ganoczy DA, Pituch KJ. Symptoms of sleep disorders, inattention, and hyperactivity in children. Sleep 1997; 20: 1185-92.
https://doi.org/10.1093/sleep/20.12.1185

PMid:9493930

 
 
7. Barbaresi W, Coligan R, Weaver A, Voigt RG, Killian JM, Katusic SK. Mortality, ADHD, and Psychosocial Adversity in Adults With Childhood ADHD: A Prospective Study. Pediatrics 2013; 131: 657-44.
https://doi.org/10.1542/peds.2012-2354

PMid:23460687 PMCid:PMC3821174

 
 
8. Patel S, Hu F. Short sleep duration and weight gain: a systematic review. Obesity (Silver Spring) 2008; 16: 643-53.
https://doi.org/10.1038/oby.2007.118

PMid:18239586 PMCid:PMC2723045

 
 
9. Chen X, Beydoun Ma, Wang Y. Is sleep duration associated with childhood obesity? A systematic review and meta-analysis. Obesity (Silver Spring) 2008; 16: 265-74.
https://doi.org/10.1038/oby.2007.63

PMid:18239632

 
 
10. Bell J, Zimmerman F. Shortened nighttime sleep duration in ealy life and subsequent childhood obesity. Arch Pediatri Adolesc Med 2010; 164: 840-5.
https://doi.org/10.1001/archpediatrics.2010.143

PMid:20819966

 
 
11. Gillman M, Rifas-Shiman S, Kleinman K, Oken E, Rich-Edwards J, Taveras E. Developmental origins of childhood overweight: potential public health impact. Obesity (Silver Spring) 2008; 16: 1651-6.
https://doi.org/10.1038/oby.2008.260

PMid:18451768 PMCid:PMC2650814

 
 
12. Landhuis C, Poulton R, Welch D, Hancox R. Childhood sleep time and long-term risk for obesity: a 32-year prospective birth cohort study. Pediatrics; 2008: 122: 955-60.
https://doi.org/10.1542/peds.2007-3521

PMid:18977973

 
 
13. Reilly J, Armstrong J, Dorsosty A, Emmett PM, Ness A, Rogers I, et al. Early life risk factors for obesity in childhood: cohort study. BMJ 2005; 330: 1357.
https://doi.org/10.1136/bmj.38470.670903.E0

PMid:15908441 PMCid:PMC558282

 
 
14. Taheri S, Lin L, Austin D, Young T, Mignot E. Short sleep duration is associated with reduced leptin, elevated ghrelin and increased body mass index (BMI). PLoS Med 2004; 1: A146-A147.
https://doi.org/10.1371/journal.pmed.0010062

PMid:15602591 PMCid:PMC535701

 
 
15. Broussard J, Kilkus J, Delebecque F, Abraham V, Day A, Whitmore H, Esra T. Elevated ghrelin predicts food intake during experimental sleep restriction. Obesity (Silver Spring) 2016: 2: 132-8.
https://doi.org/10.1002/oby.21321

PMid:26467988 PMCid:PMC4688118

 
 
16. Morselli L, Leproult R, Balbo M, Spiegel K. Role of sleep duration in the regulation of glucose metabolism and appetite. Best Pract Res Clin Endocrinol Metab 2010; 24: 687-702.
https://doi.org/10.1016/j.beem.2010.07.005

PMid:21112019 PMCid:PMC3018785

 
 
17. Beccuti G, Pannain S. Sleep and obesity. Curr Opin Clin Nutr Metab Care 2013; 14: 402-12.
https://doi.org/10.1097/MCO.0b013e3283479109

PMid:21659802 PMCid:PMC3632337

 
 
18. Ward A, Reynolds A, Kuroko S, Fangupo L, Galland B, Taylor R. Bidirectional associations between sleep and dietary intake in 0-5 year old children: A systematic review with evidence mapping. Sleep Med Rev 2019: e101231.
https://doi.org/10.1016/j.smrv.2019.101231

PMid:31783229

 
 
19. Hilmisson H, Lange N, Magnusdottir S. Objective sleep quality and metabolic risk in healthy weight children results from the randomized Childhood Adenotonsillectomy Trial (CHAT). Sleep Breath 2019; epub.
https://doi.org/10.1007/s11325-019-01802-w

PMid:30798410

 
 
20. Fukuda K, Hasegawa T, Kawahasi I, Imada S. Preschool childrens' eating and sleeping habits: late rising and brunch on weekends is related to several physical and mental symptoms. Sleep Med 2019; 61: 73-81.
https://doi.org/10.1016/j.sleep.2019.03.023

PMid:31288980

 
 
21. Riley M, Morrison L, Mcevoy A. Health Maintenance in School-Aged Children. Am Fam Physician 2019; 100: 213-26.  
 
22. Carter K, Lettieri C. Common Sleep Disorders in Children. Am Fam Physician 2014; 89: 368-77.  
 
23. Chen T, Hughes M, Wang H, Wang G, Hong X, Liu L, et al. Prenatal, Perinatal, and Early Childhood Factors Associated with Childhood Obstructive Sleep Apnea. J Pediatr 2019; 212: 20-7.
https://doi.org/10.1016/j.jpeds.2019.05.053

PMid:31253409

 
 
24. Quante M, Khandpur N, Kontos E, Bakker JP4, Owens JA5, Redline S6. "Let's talk about sleep": a qualitative examination of levers for promoting healthy sleep among sleep-deprived vulnerable adolescents. Sleep Med 2019; 60: 81-8.
https://doi.org/10.1016/j.sleep.2018.10.044

PMid:30606643

 
 
25. Blunden S, Rigney G. Lessons Learned from Sleep Education in Schools: A Review of Dos and Don'ts. J Clin Sleep Med 2015; 11: 671-80.
https://doi.org/10.5664/jcsm.4782

PMid:25766709 PMCid:PMC4442228

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica