05. tbl. 103. árg. 2017
Umræða og fréttir
Besta erindi unglæknis eða læknanema 2017
Sameiginlegt vísindaþing lækna og hjúkrunarfræðinga á skurð-, fæðinga- og gjörgæsludeildum var haldið helgina 31. mars - 1. apríl síðastliðna. Þingið þótti takast sérlega vel, en hátt í 300 læknar, hjúkrunarfræðingar og læknanemar tóku þátt í þinginu sem haldið var í Hörpu. Hápunkturinn var að venju keppni um besta vísindaerindi unglæknis eða læknanema og er keppt um verðlaun sem kennd eru við Jónas Magnússon fyrrverandi prófessor. Keppnin var hnífjöfn að þessu sinni og öll erindin sérlega vel flutt. Hlutskörpust í ár var Klara Guðmundsdóttir læknanemi á 6. ári en verkefni hennar fjallar um miðþekjuæxli (mesothelioma) í fleiðru og lungum.
Á myndinni má sjá keppendur ásamt Engilbert Sigurðssyni prófessor og deildarforseta læknadeildar HÍ sem var formaður dómnefndar. Frá vinstri: Elva Dögg Brynjarsdóttir deildarlæknir, læknanemarnir Hilda Hrönn Guðmundsdóttir, Klara Guðmundsdóttir og Þórður Páll Pálsson og deildarlæknirinn Guðrún María Jónsdottir.