10. tbl. 102. árg. 2016

Umræða og fréttir

Ný stjórn Félags íslenskra lyflækna

Ný stjórn hefur verið skipuð í Félagi íslenskra lyflækna (FÍL) sem fagnar 70 ára afmæli sínu á þessu ári.

Stjórnina skipa: Davíð O. Arnar, formaður, Sigurður Ólafsson, gjaldkeri, Gerður Gröndal, ritari, Friðbjörn Sigurðsson, meðstjórnandi, Runólfur Pálsson, meðstjórnandi, Signý Vala Sveinsdóttir, meðstjórnandi og Örvar Gunnarsson, meðstjórnandi.

Eitt af meginverkefnum félagsins hefur verið að skipuleggja vísindaþing annað hvert ár. FÍL styður við frekari eflingu lyflækninga á Íslandi og þróun framhaldsnáms í lyflækningum við Landspítala. Þá er stefnt að öflugra samstarfi við sérgreinafélög innan lyflækninga og að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um málefni sem tengjast lyflækningum.

Runólfur Pálsson, fyrrum formaður FÍL, er nýtekinn við sem forseti Evrópusamtaka lyflækna (European Federation of Internal Medicine). Samhliða því kunna að vera tækifæri fyrir lyflækna hérlendis að láta meira til sín taka á alþjóðlegum vettvangi en víða er vaxandi áhersla á hlutverk almennra lyflækningar í vestrænum samfélögum, ekki síst vegna stækkandi hlutfalls aldraðra með fjölþætt heilsufarsvandamál.Þetta vefsvæði byggir á Eplica