07/08. tbl. 102. árg. 2016

Umræða og fréttir

Frá Orlofssjóði: Sumarið er tíminn

Á bókunarsíðu Orlofssjóðs er margt í boði  - fyrst og fremst eru það náttúrlega sumarhúsin sem LÍ á og leigir, en ekki bara það. Ekki má gleyma því að þar inni er líka hægt að festa kaup á miðum sem gefa afslátt af hótelgistingu víðs vegar um landið, og veiðikort af 35 veiðisvæðum, golfkortið sem greiðir leið inn á velli hringinn í kringum landið og útilegukortið sem gildir á öll helstu tjaldstæðin hérlendis. Allt þetta er í boði árið um kring, á stéttarfélagsverði, og er alls óháð punktainneign félagsmanna. Njótið lífsins á sumarlandinu okkar, rennið fyrir bröndu fjarri ys og þys og EM, reynið að para einhverja óparanlega holu á landsbyggðinni, til dæmis nr 7. á Meðaldalsvelli við Þingeyri í Dýrafirði, lúrið undir hótelþaki eða í tjaldi undir guðs eigin þaki. 


- Gleðilegt sumar!

VSÞetta vefsvæði byggir á Eplica