11. tbl. 101. árg. 2015

Umræða og fréttir

Frá Barnageðlæknafélaginu

Aðalfundur Barnageðlæknafélags Íslands (BGFÍ) var haldinn í byrjun október.

Á fundinum voru þau Gunnsteinn Gunnarsson og Helga Hannesdóttir heiðruð af hálfu stjórnar félagsins. Gunnsteinn fyrir langt og farsælt starf og fyrir að hafa tekið að sér að skrá sögu félagsins. Helga sömuleiðis fyrir langt og farsælt starf á innlendum og erlendum vettvangi fyrir hönd félagsins og var hún gerð að heiðursfélaga Barnageðlæknafélagsins.

Stjórn var endurkjörin til tveggja ára: Ólafur Ó. Guðmundsson formaður, Margrét Valdimarsdóttir ritari og Bertrand Lauth gjaldkeri. Varastjórnendur eru Guðrún B. Guðmundsdóttir og Dagbjörg Sigurðardóttir.

 
Hér eru þau Gunnsteinn og Helga með stjórninni: Bertrand Lauth ritari, Gunnsteinn,
Helga,  Ólafur Ó. Guðmundsson formaður og Margrét Valdimarsdóttir ritari.Þetta vefsvæði byggir á Eplica