07/08. tbl. 101. árg. 2015

Umræða og fréttir

Konur í meirihluta á Landspítalanum


Konur í læknastétt að morgni 19. júní – að fagna 100 ára atkvæðisrétti sínum.

Í tilefni 19. júní og þess að 100 ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi söfnuðust konur í læknastétt er starfa við Landspítalann saman til myndatöku að morgni þess merka dags.

Á myndinni eru 43 þeirra kvenkyns lækna er starfa við Landspítalann en í allt eru konur nær helmingur starfandi lækna þar. Í heild munu um 80% allra starfsmanna spítalans vera konur.

Nú útskrifast fleiri konur en karlar úr læknadeild Háskóla Íslands og meðal lækna yngri en 45 ára eru konur ríflega helmingur. Í ár útskrifuðust 50 nemendur sem læknar, 30 konur og 20 karlar. Enn halda karlar drjúgum meirihluta í aldurshópnum 60-70 ára en öll rök hníga í þá átt að konur verði í meirihluta í þeim aldurshópi eftir nokkur ár. En varla skiptir máli hvort eru í meirihluta, karlar eða konur, þegar rætt er hvernig heilbrigðiskerfið okkar muni þróast til framtíðar.  



Þetta vefsvæði byggir á Eplica