04. tbl. 101. árg. 2015

Umræða og fréttir

Friðland að F/fjallabaki - Hattver

Einn algrænasti bletturinn að fjallabaki, þangað komast bara fuglinn fljúgandi og göngumenn á 
tveimur jafnfljótum. Myndina tók Engilbert Sigurðsson árið 2014.

Eftir harðan vetur á friðlandinu góða, Íslandi, er ráð að hita sig aðeins upp fyrir sumar að fjallabaki og rifja upp hvaða fjörefni er þar að finna.

Friðland að Fjallabaki var friðlýst árið 1979. Tilgangur friðlýsingar er að varðveita sérstök landsvæði þannig að komandi kynslóðir hafi tækifæri til að njóta þeirra á sama hátt og við gerum. Fjölbreytt landslag, sérstakt en viðkvæmt lífríki, öræfaauðn og kyrrð eru megineinkenni Friðlands að Fjallabaki. Litadýrð er mikil, m.a. fyrir líparít og hrafntinnu í fjöllum.

af vef Umhverfisstofnunar, ust.is


Í Jökulgili að fjallabaki, í suðaustur útfrá Landmannalaugum að Torfajökli, eru Barmur og Hábarmur austan við gilið en að vestanverðu eru Grænagil og Brandsgil, hrikaleg og litskrúðug. Fjöllin þarna eru úr ríólíti og innbökuð með brennisteini og öðrum jarðfræðilegum kræsingum. Innst í gilinu er fjallið Hattur og fjær eru Torfajökull, Kaldaklofsjökull og Reykjafjöll. Undirleikari er Jökulgilskvísl sem ólmast um gilið þegar verst lætur og er haldið frá Landmannalaugum með varnargörðum. Hattver heitir þessi paradís og er sannarlega utan alfaraleiðar og hvers kyns þjónustusvæðis. Svæðið tekur til kostanna allan skilning og vitund mannsins , - líka málskilning. Hvað er ver? Húnaver, eggver, kvikmyndaver, sængurver, Hattver eða álver?

Ólafur Örn Haraldsson skrifaði Árbók Ferðafélags Íslands árið 2010 og hún heitir Friðland að Fjallabaki. Í bókinni er allt sem einn ferðalangur þarf í veganesti um þessar slóðir.    

VédísÞetta vefsvæði byggir á Eplica