09. tbl. 98. árg. 2012

Umræða og fréttir

Bústaðir allt árið

Brekkuheidi-29.b
Nýjasti orlofsbústaður Læknafélagsins að Brekkuheiði 29 í Brekkuskógi austan við Laugarvatn.
Myndina tók Helga María Jónsdóttir bóndi í Brekku. Þess ber að geta að bíllinn á myndinni fylgir ekki með húsinu.

Þótt sumarið sé á enda samkvæmt dagatalinu er ekki þar með sagt að dagar manns í sumarbústað séu taldir. Orlofs­sjóður Læknafélags Íslands á átta sumarbústaði og sá nýjasti er í Brekkuskógi, við Brekkuheiði 29, og var tekinn í notkun í vor. Hann er þriggja herbergja og búinn öllum þægindum, með góðum palli og heitum potti.

Orlofssjóðurinn á auk þess tvær íbúðir, í Reykjavík og á Akureyri, og leigir eina orlofsíbúð í Stykkis­hólmi. Eins og sést á myndinni ríkir friðsældin ein og fegurðin við bústaðinn á Brekkuheiði. Þarna er gróður jarðar ríkulegur og umbunar öllum þeim sem drífa sig út á hvaða árstíma sem er.

Inni á lis.is eru orlofskostir á bókunarvef.Þetta vefsvæði byggir á Eplica