06. tbl. 98. árg. 2012

Umræða og fréttir

Ný stjórn LR kjörin á aðalfundi

u00-fig1

Læknafélag Reykjavíkur hélt árlegan aðalfund sinn í Hlíðasmára 8 fimmtudaginn 24. maí. Dagskrá var að hefðbundnum sið aðalfundar og að lokinni skýrslu formanns voru reikningar skoðaðir og samþykktir og síðan gengið til stjórnarkjörs. Þar voru tveir nýir stjórnarmenn sjálfkjörnir en úr stjórn gengu Michael Clausen varaformaður og Friðný Jóhannesdóttir gjaldkeri. Á myndinni gefur að líta hina nýju stjórn en á henni eru frá hægri gjaldkeri Jörundur Kristinsson heimilislæknir, formaður, Steinn Jónsson lungnasérfræðingur, meðstjórnandi, Ebba Margrét Magnúsdóttir kvensjúkdóma- og fæðingalæknir, varaformaður, Reynir Arngrímsson erfðasjúkdómalæknir og ritari og Jón Gunnar Hannesson heimilislæknir. Áheyrnarfulltrúi Félags almennra lækna er Össur Ingi Emilsson.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica