05. tbl. 98. árg. 2012

Umræða og fréttir

Vísindamenn ársins 2012 á Landspítala

u00-fig1

Við setningu Vísinda á vordögum, hinnar árlegu uppskeruhátíðar Landspítalans, voru þau Inga Þórsdóttir og Sævar Ingþórsson heiðruð fyrir rannsóknir sínar.

Inga Þórsdóttir er heiðursvísindamaður ársins 2012 en hún er með dokorspróf og er forstöðumaður næringarstofu Landspítala og rannsóknastofu í næringarfræði v/Landspítala og Háskóla Íslands. Hún er jafnframt deildarforseti matvæla- og næringarfræðideildar heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Í kynningu fundarstjóra Auðnu Ágústsdóttur kom fram að

Inga er afkastamikill vísindamaður á sviði næringarfræði og eftir hana hafa birst meira en 140 vísindagreinar í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum.

Hún er verkefnastjóri alþjóðlegra vísindaverkefna og umsjónarmaður alþjóðlegra ráðstefna, meðal annars norrænnar næringarfræðiráðstefnu sem haldin verður á Íslandi í júní. Inga hefur fengið fjölmarga rannsóknarstyrki innlenda og erlenda og var einn af þremur vísindamönnum Landspítala sem hlutu hvatningarstyrk Landspítala sem veittir voru haustið 2011.

Sævar Ingþórsson er líffræðingur og doktorsnemi sem fær viðurkenninguna Ungur vísindamaður ársins á LSH fyrir doktorsrannsóknarverkefni sitt er nefnist Hlutverk sprouty próteina í stjórn EGFR boðleiða í brjóstaþekjufrumum.

Markmið verkefnisins er að rannsaka hlutverk og samskipti Sprouty-2 við EGFR týrósínkínasaviðtaka jölskylduna í greinóttri formgerð brjóstkirtilsins og kortleggja áhrif yfirtjáningar og sívirkrar tjáningar viðtakanna í framþróun æxlisvaxtar í brjóstkirtli. Leiðbeinendur í verkefninu eru Þórarinn Guðjónsson dósent og Magnús Karl Magnússon prófessor.Þetta vefsvæði byggir á Eplica