09. tbl. 97. árg. 2011

Umræða og fréttir

Efnahagshrun, náttúruhamfarir og hryðjuverk

Untitled-1

Norrænir landlæknar og embættismenn þeirra héldu sinn árlega fund dagana 10.-12. ágúst síðastliðinn hér á landi og að sögn Geirs Gunnlaugssonar landlæknis var þema fundarins af hálfu embættisins umræða um heilsu Íslendinga á tímum kreppu og náttúruhamfara og viðbrögð heilbrigðisyfirvalda. „Vegna hryðjuverkanna í Noregi í júlí fengum við á fundinum upplýsingar frá fyrstu hendi um reynslu þeirra af þeim hörmungum, en norski landlæknirinn átti þó ekki heimangengt að þessu sinni af skiljanlegum orsökum,“ sagði Geir Gunnlaugsson í samtali við Læknablaðið. Á myndinni eru norrænu landlæknarnir ásamt Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica