09. tbl. 110. árg. 2024

Umræða og fréttir

Rafbyssurnar koma ...

Nú eru vopnin komin og verið að þjálfa lögreglumenn í notkun þeirra. Í framhaldi af notkun vopnanna geta heibrigðisstarfsmenn átt von á því að þurfa að taka við þeim sem fyrir vopnunum verða. Þess vegna hefur ríkislögreglustjóri sent frá sér upplýsingaefni fyrir lækna og annað starfsfólk sem gæti fengið slíka sjúklinga til aðhlynningar.

Í skjalinu er vopnunum lýst þannig: „Vopnin skjóta pílum sem gefa frá sér rafpúlsa þegar þær hæfa einstaklinginn. Pílurnar eru rúmlega 1 cm á lengd, með agnhald við oddinn og tengdar vopninu með vír. Þær geta stungist í gegnum föt. … Einstaklingurinn finnur fyrir miklum sársauka og vöðvar viðkomandi herpast saman sem getur valdið því að einstaklingur falli niður, eftir því hvar pílurnar hæfa …“

Hvað sem fólki finnst um þessa lesningu er sjálfsagt að hvetja þá sem starfs síns vegna gætu þurft að veita aðhlynningu eftir beitingu vopnanna að kynna sér upplýsingarnar. Vefslóðin er hér: https://www.logreglan.is/logreglan/um-logregluna/valdbeitingartaeki-logreglu/upplysingar-til-heilbrigdisstarfsfolks/



Þetta vefsvæði byggir á Eplica