12. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

Breytingar í ritstjórn Læknablaðsins, Ólöf Jóna Elíasdóttir bætist í hópinn

Ólafur Árni Sveinsson taugalæknir hefur ákveðið að víkja úr ritstjórn Læknablaðsins eftir tæplega þriggja ára setu. Fyrir hönd Læknablaðsins eru honum þökkuð vel unnin störf og hann fær bestu óskir um góðan framgang í framtíðarstörfum sínum.

Ólöf Jóna Elíasdóttir taugalæknir

Ólöf Jóna Elíasdóttir sérfræðingur í taugalækningum á Landspítala kemur nú inn í ritstjórn. Hún lauk læknanámi frá Háskóla Íslands 2008 og doktorsprófi frá sama skóla 2020. Hún lauk sérnámi í taugalækningum í Linköping í Svíþjóð árið 2016. Hún starfaði á neuromuscular centrum á taugadeild Sahlgrenska-sjúkrahússins í Gautaborg 2017-2022.

Hún hefur verið leiðbeinandi sérnámslæknis í taugalækningum og kennt við Gautaborgarháskóla.

Ólöf Jóna var meðlimur í vinnuhóp um klínískar leiðbeiningar í taugasjúkdómum í Svíþjóð og teymi um sjaldgæfa taugasjúkdóma hjá Socialstyrelsen. Hún var auk þess virk í kennslu við Gautaborgarháskóla og leiðbeiningum sérnámslækna í taugalækningum.

Ritstjórn býður Ólöfu Jónu velkomna í hópinn og væntir mikils af samstarfinu við hana.

 

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica