0708. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

81 útskrifast með lækningaleyfi frá sjö löndum og undirrita læknaeiðinn

81 útskrifast með fullt lækningaleyfi um þessar mundir. 51 hér á landi, 7 frá Ungverjalandi, 17 frá Slóvakíu, 3 frá Danmörku og einn frá Póllandi, Kýpur og Ítalíu. 54 konur og 27 karlar. Meginþorri hópsins hittist í húsakynnum Læknafélagsins miðvikudaginn 7. júní og ritaði undir læknaeiðinn. Mikil stemmning var í hópnum og bæði makar og ung börn fylgdu sumum þeirra þennan gleðidag.

„Þið hafið valið einn allra skemmtilegasta og mest krefjandi starfsvettvang sem fyrirfinnst og ég hvet ykkur til þess að njóta þess til fulls og leggja alúð og metnað í starfið,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélagsins. Hún áréttaði að það væri svo vinnuveitendanna að tryggja að þau fengju þær tæknilausnir, aðbúnað, tól og tæki sem til þurfi til að veita fyrsta flokks þjónustu. Þá þyrftu þau hvíld og frítíma til að geta sinnt starfinu af öryggi.

Bara byrjunin

„Þetta er bara byrjunin í raun og veru. Ég man hvað mér fannst það fáránlegt þegar ég heyrði það hér að ég væri ekki búin heldur rétt að byrja, en þannig er það. Við bætum við okkur þekkingu allan okkar starfsferill, sem er lúxus,“ sagði Steinunn í ávarpi sínu. Læknar miðli milli sín, einnig til sjúklinga og margir stundi vísindi. „Þessir þættir í læknisstarfinu mega aldrei verða undir. Þeir eru forsenda þess að við getum rekið heilbrigðisþjónustu hérlendis sem er sambærileg við það besta sem gerist annars staðar.“ Hún hvatti þessa nýju lækna til að láta í sér heyra, væri úrbóta þörf.

Ingibjörg Guðmundsdóttir hjartalæknir talaði til nýju læknanna sem fulltrúi þeirra sem útskrifuðust fyrir 25 árum. „Þið hafið upplifað einstaka tíma í læknanáminu,“ sagði hún og benti á COVID og hvernig veiran breytti heiminum fram og til baka. „Þetta sýnir okkur hvað maðurinn hefur mikla aðlögunarhæfni. Við gátum vanist COVID. Svo gátum við alveg afvanist því aftur,“ sagði hún og benti á að nú reyndi á aðlögunarhæfni nýju læknanna.

„Þið stökkvið kannski út í djúpu laugina, en þið eruð synd. Þið hafið góðan undirbúning og heilmikla þekkingu,“ sagði hún í hvatningarávarpi sínu.

Björt framtíð

Þórarinn Guðjónsson, forseti læknadeildar, sagði spennandi tíma framundan. Nýi spítalinn væri ávísun á að framtíðin sé björt. „Heilbrigðiskerfið þarf á jákvæðni að halda,“ sagði hann og hvatti, rétt eins og Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, ritstjóri Læknablaðsins og innkirtlalæknir, nemendur til vísindastarfa og hún ungu læknana til að skrifa í Læknablaðið. Hún hvatti nýju læknana áfram og endurtók orð Sigurðar Guðmundssonar, fyrrum landlæknis og leiðbeinanda hennar, sem einnig var í salnum þennan dag.

„Það er sennilega aldrei í lífinu sem maður kann svona mikið eins og þið núna í öllu í læknisfræðinni.“ Þau yrðu að muna það. „Berjið ykkur á brjóst. Þið kunnið rosalega mikið.“

Aftasta röð frá vinstri: Valgeir Steinn Runólfsson, Hjördís Ásta Guðmundsdóttir, Ríkey Eggertsdóttir, Ágúst Kolbeinn Sigurlaugsson, Þórður Líndal Þórsson, Jón Gunnar Kristjónsson, Helga Þórsdóttir, Jóhannes Gauti Óttarsson, Stefán Júlíus Aðalsteinsson, Snædís Inga Rúnarsdóttir, Stefán Már Jónsson, Daníel Arnar Þorsteinsson, Hákon Örn Grímsson, Einar Daði Lárusson, Ármann Jónsson og Gunnar Þorgeir Bragason.
Næst aftasta röð frá vinstri: Alexandra Ásgeirsdóttir, Kjartan Helgason, Árni Steinn Steinþórsson, Þóra Hlín Þórisdóttir, Ólafur Hreiðar Ólafsson, Magnús Ingvi Magnússon, Katrín Júníana Lárusdóttir, Þorsteinn Markússon, Anna Rún Arnfríðardóttir, Hilmir Gestsson, Krister Blær Jónsson, Hera Björg J. Karenardóttir, Anna María Sigurðardóttir, Helga Katrín Jónsdóttir, Elín Birta Pálsdóttir, Bjarndís Sjöfn Blandon, Eygló Dögg Ólafsdóttir, Sigrún Harpa Stefánsdóttir, Magnea Guðríður Frandsen, Viktoría Helga Johnsen og Margrét Petrína Hallsdóttir. Sitjandi: Halla Kristjánsdóttir, Stefanía Ásta Davíðsdóttir, Sif Snorradóttir, Erla Sigríður Sigurðardóttir, Sóley Isabelle Heenen, Karen Sól Sævarsdóttir, Katrín Hrefna Demian, Gyða Jóhannsdóttir, Sunna Rún Heiðarsdóttir, Sara Líf Sigsteinsdóttir, Auður Kristín Pétursdóttir og Karen Ósk Óskarsdóttir.Kjúpandi fremst: Arna Ýr Karelsdóttir, Anna Hjördís Gretarsdóttir, Arnar Einarsson, Nikulás Jónsson, Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir og Snædís Ólafsdóttir. Myndir/gag

 

 

Egill Þór Hannesson, Stefanía Ásta Davíðsdóttir og Snædís Inga Rúnarsdóttir.

Jóna Þórey Pétursdóttir, Krister Blær Jónsson, Emil Pálsson, Sunna Rún Heiðarsdóttir og Valgeir Steinn Runólfsson.

Kjartan Helgason, Diljá Hilmarsdóttir, Hjördís Ásta Guðmundsdóttir og Laufey Ása Bjarnadóttir.


Óttar Guðmundsson, formaður Öldungadeildar LÍ, Steinunn Þórðardóttir formaður LÍ, Magdalena Ásgeirsdóttir stjórnarmaður LÍ og Sigurður Guðmundsson, fyrrum Landlæknir.

Hilmir Gestsson, Athena Neve Leex, Anna Rún Arnfríðardóttir og Maxon Quas.

Theódór Skúli Sigurðsson, stjórnarmaður í Læknafélaginu og Ingibjörg Guðmundsdóttir, fulltrúi 25 ára útskrifaðra lækna.


Læknablaðið óskar læknum útskrifuðum 2023 innilega

til hamingju með áfangann!

 

Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir

Alexandra Ásgeirsdóttir

Alexandra Ýr Stefánsdóttir

Alfa Eir Jónsdóttir Axfjörð

Anna Hjördís Gretarsdóttir

Anna María Sigurðardóttir

Anna Rún Arnfríðardóttir

Ari Tómas Viðarsson

Arnar Einarsson

Auður Kristín Pétursdóttir

Ágúst Kolbeinn Sigurlaugsson

Ármann Jónsson

Árni Steinn Steinþórsson

Áslaug Erlendsdóttir

Berglind Magnúsdóttir

Birkir Víðisson

Bjarndís Sjöfn Blandon

Bjarni Lúðvíksson

Daníel Andri Karlsson

Daníel Arnar Þorsteinsson

Einar Daði Lárusson

Elín Birta Pálsdóttir

Elísa Rut Gunnlaugsdóttir

Erla Sigríður Sigurðardóttir

Eygló Dögg Ólafsdóttir

Guðmundur Högni Hilmarsson

Guðný Halla Harðardóttir

Gunnar Þorgeir Bragason

Gunnar Þór Dagsson

Gyða Jóhannsdóttir

Halla Kristjánsdóttir

Hákon Örn Grímsson

Helena Rós Hannesdóttir

Helga Katrín Jónsdóttir

Helga Þórsdóttir

Hera Björg J. Karenardóttir

Hildur María Þórisdóttir

Hilmir Gestsson

Hjördís Ásta Guðmundsdóttir

Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir

Hrafnhildur Hallgrímsdóttir

Írena Líf Jónsdóttir Breiðfjörð

Jóhannes Gauti Óttarsson

Jón Gunnar Kristjónsson

Karen Ósk Óskarsdóttir

Karen Sól Sævarsdóttir

Katrín Hrefna Demian

Katrín Júníana Lárusdóttir

Kjartan Helgason

Krister Blær Jónsson

Linda María Steinþórsdóttir

Magnea Guðríður Frandsen

Magnús Ingvi Magnússon

Margrét Petrína Hallsdóttir

María Guðlaug Guðmundsdóttir

María Kjartansdóttir

María Soffía Júlíusdóttir

Marína Rós Levy

Nikulás Jónsson

Ólafur Hreiðar Ólafsson

Rebekka Rán Magnúsdóttir

Ríkey Eggertsdóttir

Sara Líf Sigsteinsdóttir

Sif Snorradóttir

Sigrún Harpa Stefánsdóttir

Snædís Inga Rúnarsdóttir

Snædís Ólafsdóttir

Sonja Orradóttir

Sóley Isabelle Heenen

Stefanía Ásta Davíðsdóttir

Stefanía Hanna Pálsdóttir

Stefán Júlíus Aðalsteinsson

Stefán Már Jónsson

Sunna Rún Heiðarsdóttir

Valdís Ósk Magnúsdóttir

Valeria Cafiso

Valgeir Steinn Runólfsson

Viktoría Helga Johnsen

Þorsteinn Markússon

Þóra Hlín Þórisdóttir

Þórður Líndal Þórsson

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica