0708. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

Davíð O. Arnar hjartalæknir fær fálkaorðu á Bessastöðum

„Þetta er mikill heiður. Ég er þakklátur fyrir að það sé tekið eftir því sem við erum að gera og það metið,“ segir Davíð Ottó Arnar, yfirlæknir og prófessor sem fékk riddarakross fyrir framlag til hjartalækninga, vísindarannsókna og nýsköpunar á þjóðhátíðardaginn, afhentan af forseta lýðveldisins á Bessastöðum.

Forseti Íslands sæmdi Davíð O. Arnar yfirlækni og prófessor riddarakrossi 17. júní.

Fjórtán fengu riddarakrossinn að þessu sinni. Davíð eini læknirinn. Hann hefur nú komið orðunni haganlega fyrir ofan í skúffu. „Þetta er viðurkenningin frekar en orðan sjálf,“ segir hann og leggur áherslu á að fleiri eigi hlut í orðunni.

„Margir sem hafa unnið með mér eiga stóran þátt í að störf mín hafa gengið vel. Fjölmargir samstarfsaðilar á spítalanum, hjá Íslenskri erfðagreiningu, Sidekick Health og Hjartavernd eiga risastóran þátt í þessu ferli og velgengni ekki síður en fjölskyldan. Það koma margir að því að láta hlutina ganga upp. Þetta er ekki verk eins manns.“

 

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica