05. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

Sameiginlegt vísindaþing

Föstudaginn 24. mars síðastliðinn héldu Svæfinga- og gjörgæslulæknafélag Íslands, Skurðlæknafélag Íslands, Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna og fagdeildir gjörgæsluhjúkrunarfræðinga, skurðhjúkrunarfræðinga og svæfingahjúkrunarfræðinga sameiginlegt vísindaþing á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu

Alls skráðu sig yfir 300 þátttakendur sig og nutu þess að heyra yfirlitsfyrirlestra frá fagfélögum sínum. Eftir hádegi voru yfir 30 rannsóknarverkefnum gerð skil bæði með veggspjaldakynningu og munnlegum kynningum.

Ráðstefnunni lauk svo með kynningu á sex ágripum sem voru valin sérstaklega til að keppa um besta erindi ráðstefnunnar. Í lok kynningarinnar völdu áhorfendur úr sal verkefni Ásdísar Brynju Ólafsdóttur læknanema, „Þungunarrof á Landspítala: Aðferðir, árangur og fylgikvillar“, besta verkefni ráðstefnunnar. Í 2-3 sæti urðu Þorvaldur Bollason sérnámslæknir fyrir verkefnið „Meðferð krabbameina í ristli og endaþarmi á Íslandi samanborið við Svíþjóð 2014- 2019“ og Freyja Jónsdóttir lyfjafræðingur og doktorsnemi fyrir verkefnið „Assessment of preoperative potentially inappropriate prescribing patterns based on Beers criteria in Older Surgical Patients“.

Aðstandendur ráðstefnunnar þakka öllum ráðstefnugestum og óska flytjendum vísindaverkefnanna til hamingju með glæsilegan árangur.

Sigurvegarar keppni um besta erindi þingsins ásamt formönnum fagfélaganna. Frá vinstri: Katrín M. Þormar formaður SGLÍ, Aðalbjörg Björgvinsdóttir formaður FÍFK, Þorvaldur Bollason, Ásdís Brynja Ólafsdóttir, Freyja Jónsdóttir og Geir Tryggvason formaður SKÍ. Myndina tók Kristinn Örn Sverrisson.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica