11. tbl. 108. árg. 2022

Umræða og fréttir

Valgerður Rúnarsdóttir lagði spurningu fyrir ráðherrann sem sagðist ætla að reyna að gera sitt allra besta

„Hvernig hefur þú það í vinnunni?“ spurði Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, ráðherrann. Valgerður spurði hvort ráðherrann sæi tækifæri til að bregðast við þeim vanda sem ræddur hafi verið á fundinum um alvarlega stöðu heilbrigðiskerfisins.

„Við erum að tala um öryggi sjúklinga og gæði þjónustu. Það er það eina sem við viljum og það hriktir alvarlega í,“ sagði hún.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra lagði áherslu á að ráðuneytið og læknar, heilbrigðisstarfsmenn, væru ekki andstæðingar heldur samherjar. Samræðurnar þennan dag væru dýrmætar fyrir hann.

„Ég er innilega þakklátur fyrir þetta samtal og skal reyna að gera mitt allra besta.“

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica