11. tbl. 108. árg. 2022

Umræða og fréttir

Stolt stétt sem vill sjá lækna getið í lagatextum, sagði Katrín Fjeldsted um kollega sína á aðalfundi LÍ

„Læknastéttin er stolt stétt. Hún hefur faglegt stolt og faglega ábyrgð, en það skiptir máli að henni sé treyst,“ sagði Katrín Fjeldsted, heimilislæknir, fyrrum alþingismaður og heiðursfélagi í LÍ. Hún hefði uppgötvað á þingi að orðið læknir væri að hverfa úr lagatextum. „Í staðinn fyrir orðið læknir kom orðið heilbrigðisstarfsfólk. Það er eins og hafi ekki mátt nefna læknana.“

Katrín Fjeldsted talaði um stolt og sterka fagvitund. Mynd/gag

Katrín kallaði eftir því að ráðuneytið myndi eftir því við vinnu sína að læknar skipti heilmiklu máli. „Orðið læknir þarf að vera inni,“ sagði hún og benti á að aldrei hefði læknir orðið ráðherra. Aðeins einn ráðuneytisstjóri. „Það var Páll Sigurðsson í upphafi heilbrigðisráðuneytisins.“ Læknar ættu að vera í stjórnunarstöðum í heilbrigðisþjónustunni. Hún hrósaði því ráðherranum fyrir að velja sér lækni sem aðstoðarmann; Guðrúnu Ásu Björnsdóttur.

Ráðherra sagði við þetta tilefni að hann vissi ekki um hóp sem hefði sterkari fagvitund en lækna. Hann hvatti lækna til að finna þann rétta.

 

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica