0708. tbl. 108. árg. 2022

Umræða og fréttir

Svartfugl, - ljóð eftir Ferdinand Jónsson, úr nýrri bók hans, Af djúpum straumi

SVARTFUGL

heiðasel

upp af Sjöundá

fjalldrapi

dreymandi lyng

og Skorin eirir

engu

skuggar

reika

elskenda

um gömul

tún og tóftir

girnd

leitar

afbrýði

lög

blind

eilíf

ást

um rauðan

sand

þar

rennur

blóð

úr ljóðabók Ferdinands Jónssonar Af djúpum straumi, – Veröld gaf út 2022.

Ljóðið ætti að lesa hægt og skýrt upphátt, og helst við kjöraðstæður á Rauðasandi í V-Barðastrandarsýslu.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica