03. tbl. 108. árg. 2022
Umræða og fréttir
Ekkert skákar Læknadögum, - Margrét Aðalsteinsdóttir stýrir þeim
„Skráning fer vel af stað og það stefnir í afar áhugaverða og skemmtilega Læknadaga,“ segir Margrét Aðalsteinsdóttir, starfsmaður Fræðslustofnunar lækna og Læknafélagsins. Hún heldur utan um Læknadaga venju samkvæmt. Eins og undanfarin ár verða um 30 málþing á dagskrá Læknadaga og að auki verða þrennar vinnubúðir og 15 hádegiserindi.
Á Læknadögum 2022 er Margrét Aðalsteinsdóttir yfir og allt um kring. Mynd/gag
Læknadagar, sem hafa verið í janúarmánuði, verða nú 21.-25. mars þar sem kórónuveiran setti strik í reikninginn. „Við erum full bjartsýni á að henni takist ekki að skáka Læknadögum nú,“ segir hún. „Ég hvet því alla lækna til að taka þátt og skrá sig sem fyrst.“
Dagskrá og skráning er á innri vef Læknafélagsins, - https://www.lis.is/innri/laeknadagar/laeknadagar-2022