11. tbl. 107. árg. 2021

Umræða og fréttir

Nýr bústaður Læknafélagsins: Höfðabrekka við Hreðavatn

Mjög myndarlegt hús er nú risið í Höfðabrekku og var vígt 22. október. Það er stærra en önnur sambærileg sumarhús félagsins, með tveimur svefnálmum og miðrými, alls 120 fm. Svefnpláss er fyrir 10 manns í fjórum svefnherbergjum. Í hvorri álmu eru fullbúin baðherbergi með rúmgóðri sturtu. Heitur pottur er á stórum palli.


Jörundur Kristinsson heimilislæknir og formaður orlofssjóðs, og Sveinn Magnússon læknir í heilbrigðisráðuneytinu sem er fóstri Höfða skála fyrir nýja húsinu. Myndir/Margrét Aðalsteinsdótttir

Útsýni yfir Hreðavatn er engu líkt, og hefur hreinlega lækningamátt. Allt í kringum vatnið er birkiskógur, og Skógræktin hefur líka haft hönd í bagga. Sundlaugar, golfvellir og skemmtilegar gönguleiðir eru á hverju strái, – fossinn Glanni svíkur engan og einföld ganga á Grábrók er allra meina bót.


Orlofshúsin eru sameign lækna og félagið hvetur fólk til að ganga um þau af alúð og sóma. Ef einhverju er ábótavant varðandi húsin, umgengni eða viðskilnað fyrri gesta látið þá umsjónarmann eða skrifstofu félagsins vita.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica