11. tbl. 107. árg. 2021
Umræða og fréttir
Starfsmannabreytingar hjá LÍ. Dögg tekur við af Sólveigu og Ingvar bætist í hópinn
Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur Læknafélags Íslands, er nýr framkvæmdastjóri félagsins. Hún tekur við af Sólveigu Jóhannsdóttur hagfræðingi sem gegndi starfi framkvæmdastjóra í 12 ár.
Sólveig Jóhannsdóttir, hagfræðingur, fráfarandi framkvæmdastjóri LÍ. Ingvar Freyr Ingvarsson nýráðinn hagfræðingur LÍ. Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur, nýr framkvæmdastjóri LÍ.
„Ég gat ekki skorast undan því að taka við keflinu af Sólveigu og vona að mér takist að halda jafn vel á málum og hún hefur gert. Auk þess sinni ég áfram lögfræðilegum verkefnum fyrir félagið,“ segir Dögg sem verið hefur lögfræðingur LÍ frá ársbyrjun 2011. „Svo kemur í ljós hvort framkvæmdastjóraverkefnin reynast svo umfangsmikil að ráða þurfi annan lögfræðing til félagsins.“
Sólveig er nýr framkvæmdastjóri Röntgen Domus. „Það er afar gott að starfa með læknum. Sú vissa auðveldaði ákvörðunina um að taka við starfinu sem bauðst hjá Röntgen Domus. Ég kveð LÍ með söknuði og þakka fyrir afar gott samstarf við ykkur öll árin hjá félaginu.“
Við þessar breytingar var ákveðið að auglýsa eftir hagfræðingi til starfa hjá LÍ. Ingvar Freyr Ingvarsson var ráðinn í starfið frá 1. september. Hann starfaði áður sem hagfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu og Samorku. /gag