11. tbl. 107. árg. 2021

Umræða og fréttir

Guðlaug Rakel settur forstjóri Landspítala

Stuttur umsóknarfrestur um starfið lengdur eftir gagnrýni

Ekki verður auðvelt fyrir nýjan forstjóra að fylla skarðið sem Páll Matthíasson skilur eftir sig. Þetta segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala, í fyrsta pistli sínum á vef Landspítala um miðjan októbermánuð. Hún tók við störfum Páls en var áður framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðis-ráðherra, hefur framlengt þann tíma sem Guðlaug Rakel situr um tvo mánuði, eða til 1. mars á næsta ári. Í upphafi átti aðeins að gefa um-sækjend-um um starf forstjóra stysta löglegan frest, hálfan mánuð, til að sækja um. Fram-lengdi ráðherra það til 8. nóvember.

Stuttur umsóknarfrestur vakti athygli. Þorbjörn Jónsson, fyrrum formaður Læknafélagsins, sagði til að mynda á Facebook þann 15. október að undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti ráðning nýs forstjóra að bíða nýs heilbrigðisráðherra.

„Nýr heilbrigðisráðherra ætti að móta starfsauglýsinguna, skipa matsnefndina og ráða nýjan forstjóra. Að mínu mati getur þetta ekki talist annað en ofbeldi, óstjórn og misbeiting á valdi hjá starfandi heilbrigðisráðherra,“ sagði hann.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir er settur forstjóri Landspítala til 1. mars á næsta ári.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica