9. tbl. 107. árg. 2021

Umræða og fréttir

Slá saman í átakið „Sem betur fer“

Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og BHM hafa tekið höndum saman og blása til átaks. Það nefnist „Sem betur fer“ og var hleypt af stokkunum seinni hluta ágústmánaðar. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélagsins, segir átakið eitt það stærsta sem félagið hefur ráðist í.

„Markmiðið er að sýna mikilvægi heilbrigðisstarfsmanna og framlags þeirra fyrir samfélagið nú þegar teygist á COVID-heimsfaraldrinum.“ Myndin var tekin á bakvið tjöldin, þegar fulltrúar félaganna stilltu sér upp fyrir myndatöku herferðarinnar. Hér standa læknarnir Jóhanna Ósk Jensdóttir og Indriði Einar Reynisson fyrir framan vélina.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica