7-8. tbl. 107. árg. 2021

Umræða og fréttir

Svör heilbr.starfsmanna: Öflugri teymisvinna og geðrænir sjúkdómar á sama sess og líkamlegir. Guðbjörg Pálsdóttir

 1. Vangeta heilbrigðiskerfisins til að mæta fólki með stigvaxandi langtímavandamál og sjúkdóma sem sérstaklega tilheyra geðheilbrigðis- öldrunar- og endurhæfingasviði. Við þurfum raunverulega teymisvinnu heilbrigðsstétta og verðum að veita heilbrigðisþjónustu á breiðari grunni með fleiri fagstéttum er koma að meðferð. Betri nýting stétta eins og til dæmis lyfjafræðinga, næringafræðinga, sjúkra-, þroska- og iðjuþjálfara, félagsráðgjafa o.fl. Meiri og markvissari uppbyggingu rafrænna lausna til að sinna þessum hópi og innleiðingu snjalllausna sem getur minnkað mannaflaþörf en aukið öryggi notenda.

2. Heilsuverndarstarfsemi, svo sem mæðravernd, ungbarnavernd og skólaheilsugæsla, fer alfarið til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. Stórauka þarf tækni- og stafrænar lausnir í þjónustu eldri borgara til að mæta auknum þjónustuþörfum. Víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun verði lögfest. Framboð sérfræðinga innan læknastéttarinnar með samning við ríkið endurspegli þarfir samfélagsins hverju sinni. Tilvísun læknis í sjúkraþjálfun afnumin. Sambærilegt eftirlit með sjón og sjónvernd til samræmis við núverandi heyrnarvernd. Meðferð og meðhöndlun geðrænna sjúkdóma öðlist sama sess og líkamlegir sjúkdómar innan heilbrigðiskerfisins.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica