4. tbl. 107. árg. 2021
Umræða og fréttir
Nærri 6100 greinst með COVID-19 á árinu sem liðið er frá fyrsta smiti, samkvæmt upplýsingum Landspítala
Þrír voru lagðir inn á Landspítala vegna COVID-19 í febrúar og enginn á gjörgæslu. Sjö sjúklingar voru á spítalanum í febrúar vegna COVID-19, enginn í einangrun með virkt smit. Þetta kemur fram í starfsemisupplýsingum spítalans fyrir febrúarmánuð.
Alls lágu 48 á gjörgæslu Landspítala þetta fyrsta ár heimsfaraldursins. Tuttugu í þriðju bylgjunni frá 16. september til 28. febrúar 2021. Einn í annarri bylgju frá ágúst til 15. september og 27 í þeirri fyrstu í mars og apríl 2020. Alls létust 25 á spítalanum af völdum faraldursins fyrsta árið en 29 á landinu öllu, samkvæmt síðunni covid.is
Alls greindust 6089 á árinu frá fyrsta smiti. 45.954 luku sóttkví og 289.353 sýni voru tekin innanlands. 327 voru lagðir inn á sjúkrahús og 53 á gjörgæslu í heildina.