4. tbl. 107. árg. 2021
Umræða og fréttir
Öldungadeildin hittist í heimsfaraldri eftir árspásu, Kristófer Þorleifssonar er formaður deildarinnar
Fyrsti fundur öldungadeildarinnar í heilt ár var vel sóttur. Hópurinn stefnir til útlanda þegar færi gefst
Kristófer Þorleifsson, Jóhannes Gunnarsson, Guðmundur Viggósson og Margrét Georgsdóttir á fyrsta fundi öldungadeildar Læknafélagsins eftir langa bið. Mynd/Védís
„Mjög gaman. Mikil eftirvænting eftir því að hittast aftur,“ segir Kristófer Þorleifsson, formaður öldungadeildar Læknafélagsins, en hópurinn hittist í fyrsta sinn á fyrirlestri eftir langa mæðu í húsakynnum félagsins nú í mars.
„Síðasti fundur var í mars í fyrra. Eftir það var öllum fundum frestað,“ segir Kristófer. Fimmtíu máttu nú mæta. „Við vorum aðeins innan við það,“ segir hann en 36 mættu samkvæmt fundargerð. Eiríkur Jónsson, þvagfæraskurðlæknir og yfirlæknir á Landspítala, og Jón Torfason, sagnfræðingur, héldu erindi á fundinum og nefndu það: „Saga af sulli“ umfjöllun um sullaveiki hér á landi.
„Allt var þetta vel framsett hjá þeim félögum, jafnvel svo að kitlaði hláturtaugar á köflum þrátt fyrir vanmátt til meðferðar sjúklinganna sem liðu ólýsanlegar kvalir og dauða,“ segir í fundargerðinni.
Kristófer segir að þótt fundastarfið hafi lagst niður nú í heimsfaraldrinum hafi öldungadeildin farið í ferð á Snæfellsnes í ágúst. „Öldungadeildin heldur þessa fundi og ferðast saman innanlands og utan,“ segir hann. „Við vorum búin að plana ferð til Sikileyjar á Ítalíu og stefndum á að heimsækja kollega okkar þar,“ segir hann kátur.