4. tbl. 107. árg. 2021

Umræða og fréttir

Læknar taka þátt í prófunum á Mínervu sem er skráningarkerfi fyrir símenntun lækna, - Hrönn Pétursdóttir stýrir verkefninu

Hópur lækna hefur þegar lýst áhuga á að meta nýjan gagnagrunn sem halda á utan um símenntun íslenskra lækna hér á landi.

Hrönn Pétursdóttir, verkefnastjóri hjá Læknafélaginu.

Símenntunarhópur Læknafélagsins óskaði á heimasíðu félagsins eftir 100 læknum til verksins. Stefnt er að því að grunnurinn, sem kallast Mínerva, verði tilbúinn fyrir alla um áramót.

„Við hvetjum lækna til að taka þátt. Þannig hafa þeir áhrif á það hvernig grunnurinn kemur til með að verða og gagnast þeim,“ segir segir Hrönn Pétursdóttir sem stýrir verkefninu hjá Læknafélaginu. „Þeir sem hafa tilkynnt sig til leiks eru spenntir.“

Þau sem vilja taka þátt eru beðin að senda póst á netfangið hronn@lis.is 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica