06. tbl. 105. árg. 2019

Umræða og fréttir

Læknagolfið í ár, auglýsing

Sumarið 2019 verða fjögur golfmót á vegum Læknagolfsins og auk þess verður einvígi við tannlækna á Nesinu.

Eftir síðasta mótið í Garðabænum 30. ágúst verður útnefndur „punktameistari” golfsumarsins. Þann heiður (farandbikar) hlýtur sá keppandi sem flesta punkta fær samtals út úr mótum sumarsins. Þrjú bestu mótin telja. Við munum eins og undanfarin sumur reyna að ræsa út á fleiri en einum teig í einu. Það tekst ekki alltaf því vellirnir eru mikið bókaðir. Vonandi sjá sem flestir sér fært að vera við verðlaunaafhendingu og taka þátt í mótunum til enda. Í sumum tilfellum mun það þýða nokkra bið fyrir þá sem koma fyrstir í hús. Hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst þegar skráning í mótin opnar á golf.is. Það auðveldar alla framkvæmd. Gert er ráð fyrir um 40 rástímum í hverju móti. Fyrsta mótið er að baki, það var haldið 31. maí.

18. júní


Golfklúbbur Mosfellsbæjar (Kjölur). Punktakeppni með og án forgjafar.
Rástímar frá kl. 13:00. Bókun á golf.is undir mótaskrá.

21. júlí


Brautarholtsvöllur, Kjalarnesi. Punktakeppni með og án forgjafar.
Rástímar frá kl. 13:00. Bókun á golf.is undir mótaskrá. Styrktaraðili: Fastus

30. ágúst

Leirdalur, Garðabæ (GKG). Punktakeppni með og án forgjafar. Rástímar frá kl. 13:30.
Bókun á golf.is undir mótaskrá. Styrktaraðili: Lyfja

15. september

Nesvöllur, Seltjarnarnesi - einvígi við tannlækna. Holukeppni með forgjöf.
Ræst út á öllum teigum kl. 09:00.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica