02. tbl. 105. árg. 2019

Umræða og fréttir

Frá afmæli kvennadeildar

                                  

                                  

                                   

Einsog fram kemur í leiðara Huldu Hjartardóttur í þessu tölublaði fagnaði kvennadeild Landspítala 70 ára afmæli í janúar og fagnaði því með heilsdags ræðuhöldum, veitingum og góðum gestum. Fyrri hluta dags var sögulegt yfirlit og seinni partinn var hátíðardagskrá. Við þetta tækifæri var stofnuð rannsóknarstofa í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum.  – Fjöldi manns heiðraði kvennadeildina á þessum degi, Hringsalurinn var fleytifullur, og forsetahjónin hlýddu á alla dagskrána eftir hádegið. Bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir (sennilega báðir fæddir á Landspítalanum) blésu og léku nokkur lög í lokin. – VS

                                  Þetta vefsvæði byggir á Eplica