02. tbl. 105. árg. 2019

Umræða og fréttir

Marel gaf fjórar ungbarnavogir á fæðingardeildir

                                         
                                          Frá afhendingu ungbarnavogarinnar til fæðingardeildar
                                          Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi. Frá vinstri: Þórarinn
                                          Kristjánsson frá Marel, Anna María Snorradóttir framkvæmdastjóri
                                          hjúkrunar, Sigrún Kristjánsdóttir yfirljósmóðir og Arndís Mogensen ljósmóðir.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað bárust rausnarlegar gjafir frá Marel fyrir jól en það voru ungbarnavogir sem eru sérhannaðar og smíðaðar í vélsmiðju fyrirtækisins í Garðabæ. Tæknin sem stuðst er við kemur úr sjóvinnslu en sjóvogir eru einn af hornsteinum vöruframboðs Marel. Vogirnar eru einstaklega nákvæmar, með 2 g skekkjumörk, og halda nákvæmni sinni þó svo nýburinn sé á hreyfingu meðan hann er vigtaður. Vogirnar koma að góðum notum þar sem nákvæmni í mælingum skiptir oft miklu við mat á heilsu nýbura. „Þannig eru dæmi um að hægt sé að útskrifa börn fyrr þar sem vogin er notuð því auðveldara er að meta þyngd og þyngdaraukningu/tap af meiri nákvæmni en annars. Börnin eru til að mynda sett á vogina fyrir og eftir gjöf til að meta magn mjólkur sem þau innbyrða hverju sinni svo hægt sé að tryggja að þau nærist nægjanlega vel fyrstu dagana,“ segir Óskar Veigu Óskarsson, sölustjóri hjá Marel. Vogunum fylgir eilífðarábyrgð og mun Marel sjá um allt viðhald á þeim.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica