07/08. tbl. 103. árg. 2017

Umræða og fréttir

Nýr kjarasamningur lækna samþykktur

Þann 6. júní síðastliðinn var undirritaður nýr kjarasamningur milli Læknafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra. Samningurinn var lagður fram til atkvæðagreiðslu meðal þeirra lækna sem starfa samkvæmt honum og lauk henni mánudaginn 19. júní. Samningurinn var samþykktur með 65% atkvæða.

Alls voru á kjörskrá 926 læknar en af þeim tóku 524 þátt í atkvæðagreiðslunni, eða 56,6%. Af þeim sögðu já 341, eða 65,1%. Nei sögðu 164, eða 31,3%. 19 skiluðu auðu, eða 3,63%.

Kjarasamningurinn verður birtur á heimasíðu Læknafélags Íslands en launahækkanir samkvæmt honum gilda frá 1. maí síðastliðnum og verða greiddar með júnílaunum þann 1. júlí. Gildir það um 5% hækkun hjá almennum læknum, 2% hækkun hjá sérfræðingum og yfirlæknum, auk þess sem grunnlaun kandídata hækka í 470.000 krónur á mánuði.                

ÞHÞetta vefsvæði byggir á Eplica