03. tbl. 103. árg. 2017

Umræða og fréttir

Málþing á 100 ára fæðingarafmæli

 

9. febrúar síðastliðinn komu afkomendur og ættingjar Guðmundar Björnssonar prófessors í augnlækningum saman í Hringsal Landspítala og heiðruðu minningu hans.


Augnlæknar í meirihluta, mættir til að hlusta á málþingið um Guðmund Björnsson kollega þeirra.


Guðmundur Viggósson brá upp skemmtilegum myndum af kollega sínum.

 

Gunnar lungnalæknir, sonur Guðmundar, og nokkrir kollegar fjölluðu um líf og starf hans. Guðmundur lærði í Ameríu og starfaði alla tíð á Landakoti. Hann doktoreraði í gláku og kenndi læknanemum augnsjúkdómafræði. Hann skráði sögu augnlækninga á Íslandi frá öndverðu til okkar daga og var gríðarlega áhugasamur uppfræðari og áfram um nýja tækni og almenna framþróun. Jóhann Marinósson, Ólafur Ólafsson, Guðmundur Viggósson, Haraldur Sigurðsson og Friðbert Jónasson röktu rannsóknir Guðmundar, samstarf og samvistir við hann á vinnustað og utan. 

SaveÞetta vefsvæði byggir á Eplica