01. tbl. 103. árg. 2017

Umræða og fréttir

140 ára afmæli læknadeildar

Nýtt ár - nýtt fólk

 

Læknadeild hélt um daginn upp á 140 ára afmæli deildarinnar með pompi og prakt og málþingi. Engin ellimerki voru sýnileg í neinu atriði, þvert á móti var til dæmis helmingur viðstaddra bráðungir læknanemar af báðum kynjum með alls kyns framtíðaráform og mikil plön fyrir innra og ytra starf deildarinnar. Myndirnar voru teknar við þetta tækifæri.                                                                                                                                                                                         


Guðmundur Þorgeirsson les pistil dagsins úr fyrsta árgangi Læknablaðsins frá árinu 1915

 

 

Í ritstjórn setjast nú Magnús Haraldsson geðlæknir og Elsa B. Valsdóttir skurðlæknir. Læknablaðið býður þau velkomin til starfa, og óskar lesendum sínum nær og fjær árs og friðar.

Myndir og texti: VS



Þetta vefsvæði byggir á Eplica