11. tbl. 102. árg. 2016

Umræða og fréttir

Atvinnuauglýsingar á neti LæknablaðsinsUm nokkurt skeið, eða frá ársbyrjun 2016, hafa atvinnuauglýsingar verið birtar á heimasíðu Læknablaðsins auglýsendum að kostnaðarlausu. Þar hafa verið á einum stað allar auglýsingar þar sem sóst er eftir læknum til starfa. Þetta fyrirkomulag hefur verið kynnt auglýsendum og þeim bent á að þessi kostakjör standi út þetta ár, en síðan verður farið að selja auglýsingaplássið. Samkvæmt reiknimeisturum Googe Analytics hefur umferð um stöðuauglýsingasíðuna stóraukist, eða um 54%, og viðdvöl þeirra sem þarna litast um er mun lengri en áður. Hér meðfylgjandi er mynd af auglýsingasíðunni. Nú vonast ritstjórn blaðsins til þess að læknar í atvinnuleit og vinnuveitendur sem vantar lækna til starfa tileinki sér að nota síðuna og kunni að njóta góðs af því að hér eru á einum stað allar stöðuauglýsingar fyrir lækna.  - VSÞetta vefsvæði byggir á Eplica