10. tbl. 102. árg. 2016
Umræða og fréttir
Heiðursmálþing Guðmundar Þorgeirssonar
Málþing var haldið í Hringsal Landspítala um miðjan september. Samstarfsmenn og lærisveinar Guðmundar Þorgeirssonar prófessors í lyflæknisfræði komu þá saman til að heiðra hann við starfslok, votta honum aðdáun og samfagna. Kári Stefánsson, Mark Anderson, Magnús Karl Magnússon og Einar S. Björnsson leiddu dagskrána með ávörpum og fóru í gegnum feril Guðmundar. Davíð O. Arnar og Karl Andersen stýrðu samkomunni. Guðmundur hefur alið upp öfluga sveit lyflækna á spítalanum og stýrt fjölmörgum rannsóknum stórum og smáum. Læknablaðið á honum margt gott upp að inna og sendir kveðju á þessum tímamótum. -VS