09. tbl. 102. árg. 2016

Umræða og fréttir

Heimilislæknaþing

Grand Hótel Reykjavík 7.-8. október 2016

Eins og á fyrri þingum verða kynntar rannsóknir, rannsóknaráætlanir og þróunarverkefni í fomi erinda og veggspjalda. Útdráttum (sjá leiðbeiningar að neðan) skal skila til Emils L. Sigurðssonar á emilsig@hi.is og er skilafrestur til 9. september. Ágripin verða birt í sérstöku riti þingsins.

Dagskrá verður með hefðbundnu sniði og auglýst nánar er nær dregur.

Þinginu lýkur með aðalfundi Félags íslenskra heimilislækna laugardaginn 8. október.

Skráning er á thorunn@islandsfundir.is fyrir 9. september næstkomandi. (fyrir þá er hyggjast nýta sér hótelgistingu á Hótel Grand þarf skráning að berast fyrir 2. september sbr. fyrri auglýsingu til félagsmanna FÍH.)

Fyrir hönd undirbúningsnefndar

Emil Sigurðsson og Þórdís Anna Oddsdóttir

 

Útdráttur á rannsókn skal rýmast á einu A4 blaði með hefðbundnum spássíum og hægri jöfnun. Texti getur að jafnaði verið um 300- 350 orð. Letur: Times New Roman. Leturstærð 16 í fyrirsögn og 14 í megin texta. Nota skal lágstafi í fyrirsögn. Á eftir fyrirsögn koma nöfn höfunda. Undirstrikið nafn flytjanda/aðalhöfundar ásamt vinnustað hans og tölvupóstfangi.
Ef um hefðbundna megindlega rannsókn er að ræða skal megin texta skipt í Bakgrunnur; Tilgangur; Efniviður og aðferðir; Niðurstöður og Ályktanir. Framsetning eigindlegra (kvalitative) rannsókna getur verið frjálslegra, en kaflaskipti æskileg. Að jafnaði er ekki gert ráð fyrir heimildalista í útdrætti.Þetta vefsvæði byggir á Eplica