07/08. tbl. 102. árg. 2016

Umræða og fréttir

Kandídatar 2016 klárir í slaginn

 

Nýútskrifaðir læknakandídatar ársins 2016 heimsóttu Læknafélag Íslands og undirrituðu læknaeiðinn að hefðbundnum hætti ásamt því að vera boðin velkomin í LÍ af formanninum, Þorbirni Jónssyni. Í ávarpi sínu sagði Þorbjörn meðal annars að læknisstarfið væri afar samfélagslega mikilvægt og það hefði notið ákveðinnar virðingar í samfélaginu. „Það er þakklátt þegar allt gengur að óskum en umfram allt er það skemmtilegt og gefandi.“


Undirritun læknaeiðsins hefur verið ómissandi hluti af heimsókn nýútskrifaðra kandídata um áratugaskeið.

Þorbjörn sagði ennfremur að hann legði sérstaka áherslu á að læknar temdu sér samviskusemi, vandvirkni og heiðarleika og að læknar legðu sig eftir því að hlusta bæði á sjúklinga og samstarfsmenn. „Ef við fylgjum þessum einföldu reglum held ég að menn hafi góðan grundvöll til þess að farnast vel í starfi um langa framtíð.“


Samkomuna heiðruðu nokkrir af helstu  frammámönnum  læknastéttarinnar.

Magnús Karl Magnússon forseti læknadeildar HÍ lagði áherslu á gæði læknanámsins í ávarpi sínu og kvaðst stoltur af því hversu vel námið stæðist samanburð við læknanám í þeim erlendum skólum sem þættu hvað bestir. Magnús sagði gæði íslenskrar læknismenntunar ekki síst fólgna í því að íslenskir læknar sæktu sérfræðimenntun sína til bestu háskólasjúkrahúsa, bæði austur um haf og vestur, og hvatti hina nýútskrifuðu kandídata til að feta í þau spor.

Fleiri góðir gestir úr hópi eldri og virðulegri lækna ávörpuðu hina ungu lækna og óskuðu þeim velfarnaðar á þessum tímamótum.


Alls 65 nýir læknar komu í íslenska markteiginn árið 2016. Átta útskrifuðust í Ungverjalandi, tveir í Danmörku og einn í Slóveníu. Fjórir útskrifuðust frá HÍ í febrúar.


Læknablaðið óskar nýútskrifuðum kandídötum til hamingju með áfangann!

Agnar Hafliði Andrésson

Alexander Elfarsson

Andreas Bergmann

Andri Leó Lemarquis

Andri Snær Ólafsson

Aron Bertel Auðunsson

Ásdís Braga Guðjónsdóttir

Ásdís Eva Lárusdóttir

Áslaug Baldvinsdóttir

Ástríður Pétursdóttir

Bergljót Rafnar Karlsdóttir

Bergþór Steinn Jónsson

Bjarki Stefánsson

Björn Már Friðriksson

Brynhildur Thors

Davíð Ólafsson

Edda Pálsdóttir

Elías Sæbjörn Eyþórsson

Elín Edda Sigurðardóttir

Elísabet Gylfadóttir

Ester Viktorsdóttir

Eyþór Björnsson

Gunnar Kristjánsson

Helga Marie Þórsdóttir

Hildigunnur Þórsdóttir

Hildur Baldursdóttir

Hildur Björg Gunnarsdóttir

Hildur Þóra Franklín

Hjálmar Ragnar Agnarsson

Hlynur Davíð Löve

Hlynur Indriðason

Hrafnhildur L. Runólfsdóttir

Inger Björk Ragnarsdóttir

Ívar Marinó Lilliendahl

Jan Hansel

Jónas Aðalsteinn Aðalsteinsson

Kjartan Logi Ágústsson

Kristín Hansdóttir

Kristján Hauksson

Laufey Dóra Áskelsdóttir

Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen

Linda Ósk Árnadóttir

María Isabel Smáradóttir

Móses Pálsson

Páll Guðjónsson

Ragnheiður Sigurðardóttir

Ragnhildur Hauksdóttir

Rebekka Sigrún D. Lynch

Sandra Gunnarsdóttir

Sandra Seidenfaden

Sara Lillý Þorsteinsdóttir

Sasan Már Nobakht

Sigrún Katrín Kristjánsdóttir

Sigrún Margrét Gústafsdóttir

Sigrún Tinna Gunnarsdóttir

Sigurður Ástvaldur Hannesson

Sigurjón Ragnar Rögnvaldsson

Sigurrós Jónsdóttir

Sindri Jarlsson

Sjöfn Þórisdóttir

Stefán Björnsson

Stefán Þórsson

Tinna Hallgrímsdóttir

Vigdís Sverrisdóttir

Þórdís Kristinsdóttir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica