05. tbl. 102. árg. 2016

Umræða og fréttir

Keppt um heiðursverðlaun Jónasar Magnússonar


Frá vinstriEinar Teitur Björnsson deildarlæknir á Landspítala, Hannes Halldórsson læknanemi á 4. ári,
sigurvegarinn Rósamunda Þórarinsdóttir læknanemi á 3. ári, Kristín María Guðjónsdóttir kandídat á
Landspítala og Elva Dögg Brynjarsdóttir deildarlæknir á Sjúkrahúsi Akureyrar. Formaður dómnefndar
var Einar Stefán Björnsson prófessor.

Á nýafstöðnu Sameiginlegu vísindaþingi Skurðlæknafélags Íslands, Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands, Félags fæðinga- og kvensjúkdómalækna og Fagdeilda skurðstofu- og svæfingahjúkrunarfræðinga var haldin keppni um besta vísindaerindi unglæknis eða læknanema. Fimm erindi voru valin af þeim 40 sem send voru inn á þingið og kepptu þau um Heiðursverðlaun Jónasar Magnússonar prófessors. Sigur úr býtum bar Rósamunda Þórarinsdóttir, læknanemi á 3ja ári, fyrir verkefnið Árangur magahjáveituaðgerða á Íslandi árin 2001-2015 en leiðbeinendur hennar voru skurðlæknarnir Björn Geir Leifsson og Hjörtur Gíslason. Þetta er í fyrsta skipti sem þriðja árs læknanemi vinnur þessi verðlaun.

Þingið var mjög vel sótt og gekk vel í alla staði.Þetta vefsvæði byggir á Eplica