04. tbl. 102. árg. 2016

Umræða og fréttir

Ný stjórn Félags bráðalækna


Á aðalfundi Félags bráðalækna (FBL), sem haldinn var 16. febrúar síðastliðinn, var kjörin ný stjórn félagsins. Í stjórnina voru kjörin:
formaður Jón Baldursson, varaformaður Mikael S. Mikaelsson, ritari Guðmundur F. Jóhannsson, gjaldkeri Guðrún María Svavarsdóttir og fulltrúi námslækna Erna Ósk Grímsdóttir.

Aðalfundurinn samþykkti ný lög fyrir félagið. Auk þess samþykkti fundurinn að veita stjórn félagsins umboð til að sækja um það að Félag bráðalækna verði aðildarfélag í Læknafélagi Íslands. Umsóknin verður tekin til afgreiðslu á aðalfundi LÍ 2016 sem verður haldinn 22. og 23. september næstkomandi. Á aðalfundi LÍ 2014 var samþykkt breyting á lögum LÍ sem gerir sérgreinafélögum kleift að sækja um að vera sjálfstæð aðildarfélög í LÍ.Þetta vefsvæði byggir á Eplica