12. tbl. 98. árg. 2012

Umræða og fréttir

Samstarf heilbrigðisstétta – löggild næringarráðgjöf

Næringarfræðingar og næringarráðgjafar eru löggiltar heilbrigðisstéttir sem, samkvæmt reglugerðum 50/2007 og 51/2007, starfa að næringarfræði og næringarráðgjöf við heilbrigðisstofnanir, kennslu-, rannsókna- og matvælastofnanir og víðar. Löggild starfsheiti næringarfræðings og næringarráðgjafa krefjast MS-gráðu í greininni. Um næringarfræðinga og næringarráðgjafa gilda, líkt og um aðra heilbrigðisstéttir, lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Í 10. grein þeirra laga segir: Þeim sem ekki hefur gilt leyfi landlæknis er óheimilt að nota löggilt starfsheiti eða starfa sem heilbrigðisstarfsmaður. Honum er jafnframt óheimilt að veita sjúklingi meðferð sem fellur undir lögverndað starfssvið löggiltrar heilbrigðisstéttar eða gefa læknisfræðilegar eða aðrar faglegar ráðleggingar. Um eftirlit með notkun starfsheitis fer samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu.

Markmið laga um heilbrigðisstarfsmenn er að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga með því að skilgreina kröfur um menntun, kunnáttu og færni heilbrigðisstarfsmanna og starfshætti þeirra og ber heilbrigðisstarfsmönnum að fara að þessumlögum. Það er sameiginlegt markmið okkar allra að bæta lífsgæði þjóðarinnar. Það skiptir meira máli nú en nokkru sinni að stéttir innan heilbrigðiskerfisins vinni faglega saman í teymisvinnu og skipti með sér verkum á þann hátt að það nýtist fjölbreyttum skjólstæðingum sem best.

 

Fyrir hönd næringarhóps Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands

Óla Kallý Magnúsdóttir og
Ragnheiður Guðjónsdóttir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica