12. tbl. 98. árg. 2012

Umræða og fréttir

Ráðstefna um gifslagningu

u00
Á myndinni eru frá vinstri hjúkrunarfræðingarnir Ester Þorvaldsdóttir Heilbrigðisstofnun Suðausturlands
Hornafirði, Kristín Hulda Óskarsdóttir Landspítala og Halla Sigurðardóttir á heilbrigðisstofnuninni á Höfn.„Þetta er í fjórða sinn á 12 árum sem við efnum til ráðstefnu um gifs og gifslagningu,” sagði Brynjólfur Mogensen yfirlæknir á bráðadeild Landspítala í Fossvogi en föstudaginn 23. nóvember var þar samankominn einbeittur 24 manna hópur hjúkrunarfræðinga og lækna víðsvegar að af landinu til að auka færni sína í gifslagningu. „Það er mikill áhugi fyrir þessu og við erum að skoða hvort við getum farið út á land og haldið slíkar ráðstefnur á völdum stöðum. Það er mikilvægt að koma þeirri þekkingu og reynslu sem hér er til út á meðal sem flestra.” 

Þrátt fyrir þróun í efnum og áhöldum segir Brynjólfur grundvallaratriðin við gifslagningu ávallt þau sömu. „Á að gifsa eða ekki er ávallt fyrsta spurningin. Hvers konar gifs á að nota? Gifsið þarf að halda skaðanum í réttum skorðum og minnka sársauka. Það á að halda sem mestri hreyfigetu útlimsins svo sjúklingurinn geti notað hann sem mest. Við leggjum einnig ríka áherslu á að nota tímann með sjúklingnum til að fræða hann svo hann sé sáttur og upplýstur um meðferðina þegar hann fer frá okkur.”

Að sögn Elísabetar Benedikz yfirlæknis á bráðadeild er tíðni beinbrota nokkuð jöfn árið um kring en ástæður brotanna eru þó mismunandi eftir árstíðum. Hálkubrot eru algengust á veturna en á sumrin beinbrotnar fólk mest í íþróttum og útivist.Þetta vefsvæði byggir á Eplica