10. tbl. 98. árg. 2012

Umræða og fréttir

Líffærafræðitími veturinn 1944

Myndin er tekin í stofu XI í aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem 9 læknanemar sitja í kennslustund hjá prófessor Jóni Steffensen (1905-1991). Hér er horfst í augu við liðna tíð og hugað að prófi. Venja var að læknanemi settist í fremstu röð ef hann ætlaði að ganga undir fyrsta hluta próf í læknisfræði innan skamms, þetta var einskonar yfirlýsing af hálfu nemandans og tækifæri til að æfa sig í að segja frá og ræða við prófessor Steffensen. Tók prófessor Jón þá gjarnan upp til þess að kanna kunnáttu þeirra. Steffensen kenndi líffærafræði og svæðalýsingar líffæra ásamt lífeðlisfræði og lífefnafræði og hafði árum saman  með höndum nær alla kennslu í fyrsta hluta í deildinni. Kennsla hans var því ómanneskjulega mikil í nútímaskilningi.

u04-fig1
Ljósmyndari tímaritsins „Life“ tók myndina
árið 1944 í kennslu í Háskóla Íslands. Hjalti Þórarinsson
(1920-2008) situr á fremsta bekk og Snorri Páll Snorrason (1919-2009)
næstfremst. Á aftasta bekk  talið frá vinstri: Ragnhildur Ingibergsdóttir (1923), Jónas Bjarnason (1922-1998), Stefán Haraldsson (1922-1996), fjórða manninn þekkjum við ekki, Jakob Jónasson (1920-2003) og Stefán P. Björnsson (1919-1999). Sjötta manninn þekkjum við ekki en giskum á að gæti verið Þorsteinn
Árnason (1923-1965). Gott væri ef glöggir kollegar gætu bætt hér um.

Myndin er úr safni Friðþórs Eydal og hefur ekki birst áður opinberlega.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica