10. tbl. 98. árg. 2012

Umræða og fréttir

Tónelskir læknar á Rosenberg

u00-fig-1
Þórður Þórkelsson, Jón Steinar Jónsson og Helgi Júlíus Óskarsson léku á als oddi.


Efnt var til tónleika á Café Rosenberg mánudagskvöldið 10. september þar sem fram komu læknar og fluttu frumsamda tónlist í bland við lög eftir aðra. Fyrstur steig á svið söngoktett Jóns Steinars Jónssonar, skipaður félögum hans úr karlakórnum Fóstbræðrum. Þá kom fram Þórður Þórkelsson og síðan jasshljómsveit Guðlaugar Þórsdóttur ásamt Ingólfi Kristjánssyni og Bolla Þórssyni. Næstur var Ragnar Danielsen og í kjölfarið fylgdi tríó þeirra Jóns Steinars, Þórðar Þórkelssonar og Helga Júlíusar Óskarssonar. Helgi kom síðan fram einn en á eftir honum steig Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu á sviðið og flutti frumsamin lög. Michael Clausen rak síðan smiðshöggið á dagskrána er hann kom fram ásamt hljómsveit.

Að sögn Helga Júlíusar Óskarsson er skipulagði dagskrána er þegar búið að ákveða að gamanið verði endurtekið þann 24. janúar 2013 á Læknadögum en þó með öðrum flytjendum úr læknastétt. Framboðið á tónlistarmönnum úr röðum lækna mun slíkt að auðvelt væri að fylla dagskrá þriðja kvöldsins án þess að til endurtekninga þurfi að koma, segir Helgi.Þetta vefsvæði byggir á Eplica