02. tbl. 98. árg. 2012

Umræða og fréttir

Spekingaglíman

u00-fig1

Í lok Læknadaga í ár var slegið á létta strengi með spurningakeppni í anda Útsvars þar sem tókust á tvö galvösk læknalið. Liðin skipuðu annars vegar Kristján Guðmundsson, Helgi Sigmundsson og Eyjólfur Þorkelsson og hins vegar Árni Þórsson, Hrafnkell Óskarsson og Árdís Björk Ármannsdóttir. Vakti samræmt útlit þeirra væntingar um að hér væri harðsnúið lið á ferðinni sem hefði stundað stífar æfingar en það verður á engan hallað þó sagt sé að Eyjólfur Þorkelsson hafi tekið að sér að sjá um sigurinn fyrir sitt lið því hann svaraði hraðaspurningunum hraðar en spyrlinum Gunnari Guðmundssyni tókst að spyrja þeirra. Leikhæfileikar beggja liða vöktu einnig verðskuldaða athygli þegar kom að því að leika hina ýmsu sjúkdóma.

u00-fig2
Hrafnkell Óskarsson dró ekki af sér við að túlkun sjúkdómseinkenna
í Spekingaglímunni.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica