01. tbl. 98. árg. 2012

Umræða og fréttir

Listfengir öldungar

u00--fig

Öldungadeild Læknafélags Íslands heldur uppteknum hætti og stendur fyrir öflugu félagsstarfi. Hópurinn kom saman til (jóla)hátíðarkvöldverðar í Norræna húsinu á degi heilagrar Lúsíu, 13. desember.  Víkingur Heiðar Ólafsson lét andann koma yfir samkomuna með því að leika Debussy, Mendelsohn, Beethoven og Pál Ísólfsson. Síðasta lagið á dagskrá var Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns í útsetningu Víkings Heiðars og sem hann lék í minningu afa síns og nafna, Víkings Arnórssonar, og ömmubróður síns, Páls Gíslasonar.

Á Læknadögum bæta öldungar við snúningi og standa fyrir málþingi miðvikudaginn 18. janúar undir yfirskriftinni Fórur öldungadeildar, list og fræði. Þar verður fléttað saman umfjöllun um listsköpun eldri lækna, ljóð og myndlist, en einnig verður rætt um nýjungar í öldrunarlækningum og hvort læknar velja sérgrein sína eða sérgreinin lækninn.Þetta vefsvæði byggir á Eplica