12. tbl. 97. árg. 2011

Umræða og fréttir

Viðurkenningar fyrir rannsóknarstörf - Frá Landspítala

u06-fig1
Á myndinni eru Halla Sif og Sindri Aron ásamt Valgerði Einarsdóttur formanni Kvenfélagsins Hringsins.

Minningarsjóður Magnúsar Benjamínssonar og Sigríðar Einarsdóttur veitti Höllu Sif Ólafsdóttur og Sindra Aroni Viktorssyni nýlega viðurkenningar fyrir rannsóknarstörf.

Minningarsjóður Magnúsar og Sigríðar er dánargjöf þeirra hjóna en þau studdu dyggilega við börn og unnu að velferðarmálum barna. Sigríður tók virkan þátt í starfsemi Kvenfélagsins Hringsins. Tilgangur minningarsjóðsins er að styrkja rannsóknarstarfsemi í læknisfræði, einkum í hjartasjúkdómum.

Halla Sif hefur rannsakað Kawasaki-sjúkdóm á Íslandi, nýgengi, árangur meðferðar og mögulegar síðkomnar aukaverkanir sjúkdómsins. Sindri Aron rannsakaði langtímafylgikvilla og lifun eftir lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi. Báðar rannsóknirnar hafa hlotið verðskuldaða athygli.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica