12. tbl. 97. árg. 2011

Umræða og fréttir

Heiðursdoktor við læknadeild

u00
Margrét Guðnadóttir þakkar Guðmundi Þorgeirssyni forseta læknadeildar fyrir heiðursnafnbótina.

Margrét Guðnadóttir prófessor emeritus var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við athöfn í hátíðasal Háskóla Íslands þann 9. nóvember síðastliðinn. Margrét er brautryðjandi í rannsóknum sínum á visnuveiru í sauðfé og löngu viðurkennd sem einn af fremstu vísindamönnum í heiminum á þessu sviði. Margrét þakkaði heiðurinn og kvað rannsóknarárangur sinn ekki síst að þakka kennara sínum og velgjörðamanni, Birni Sigurðssyni forstöðumanni á Keldum er lést árið 1960. Sigurður Guðmundsson sviðsstjóri heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands færði Margréti þakkir fyrir hennar framlag til vísindasamfélagsins og kvað mikilvægt að háskólinn viðurkenndi ósérhlífið ævistarf vísindamanna á borð við Margréti Guðnadóttur, sem á ferli sínum hefði ekki sóst eftir vegtyllum sjálfri sér til handa.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica