11. tbl. 97. árg. 2011

Umræða og fréttir

Ný stjórn kjörin á aðalfundi

u00

Aðalfundur Læknafélags Íslands var haldinn í Hlíðasmáranum dagana 20. og 21. október síðastliðinn. Fundurinn hófst með ávarpi Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra og síðan rak hver dagskrárliðurinn annan og lauk með veglegu hófi í Iðnó. Ráðherrann heiðraði veisluna með nærveru sinni. Á aðalfundinum var Þorbjörn Jónsson kjörinn nýr formaður LÍ í stað Birnu Jónsdóttur sem gegnt hefur embættinu frá 2007. Talsverðar breytingar urðu einnig í stjórn félagsins en fjórir nýir tóku sæti. Á myndinni má sjá hina nýkjörnu stjórn ásamt formanninum. Þau eru frá vinstri talið: Þórey Steinarsdóttir almennur læknir, Árdís Ármannsdóttir almennur læknir, Steinn Jónsson lungnalæknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur, Þorbjörn Jónsson ónæmislæknir og formaður Læknafélags Íslands, Orri Þór Ormarsson barnaskurðlæknir, Salome Arnardóttir heimilislæknir, Magnús Baldvinsson röntgenlæknir og gjaldkeri, Valgerður Rúnarsdóttir fíknlæknir og varaformaður LÍ. Á myndina vantar ritara félagsins, Önnu Kr. Jóhannsdóttur heimilislækni.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica